fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Sonurinn í sárum – Byrjaður að fá morðhótanir því pabbinn stendur sig ekki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 08:37

Nicolo - Andrea

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Pirlo stjóri Juventus hefur ekki byrjað vel í starfi en hann er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins, Juventus hefur haft yfirburðar lið á Ítalíu síðustu ár en undir stjórn Pirlo hefur hallað undan fæti.

Pirlo er goðsögn eftir að hafa spilað hjá Juventus en stuðningsmenn félagsins eru byrjaðir að snúast gegn honum.

Gengi liðsins hefur verið slakt og þarf Juventus að berjast fyrir því að ná Meistaradeildarsæti. Sonur hans, Nicolo Pirlo finnur fyrir því og fær hann nú reglulegar morðhótanir á Instagram.

Nicolo er 17 ára knattspyrnumaður. „Þú verður að deyja með pabba þínum,“ segir í skilaboðum sem Nicolo birtir á Instagram en það eru ekki ljótustu skilaboðin sem hann hefur fengið.

Drengurinn er í sárum. „Mín einu mistök eru að vera sonur faðir míns, sem er þjálfari Juventus,“ sagði Nicolo sem á erfitt með að sitja undir slíkum hótunum.

Stuðningsmenn Juventus gera miklar kröfur á lið sitt og ef Pirlo mistekst að ná Meistaradeildarsæti gæti hann misst starfið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota