fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Rosaleg breyting – Hefur bætt á sig vöðvum í atvinnuleysinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Sturridge fyrrum framherji Liverpool og fleiri liða hefur í heilt ár verið atvinnulaus, enski framherjinn hefur verið orðaður við nokkur lið en ekkert hefur gerst.

Sturridge er 31 árs gamall en hann lék síðast með Trabzonspor í Tyrklandi, hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann í mars á síðasta ári fyrir að brjóta veðmálareglur.

Sturridge hefur síðan þá haldið sér í formi og hefur bætt á sig gríðarlegu miklu magni af vöðvum, hann vonast til að finna sér nýtt félag til að spila fyrir í sumar.

„Uppbygging í gangi,“ skrifar Sturridge á Instagram og birtir mynd af sér þar sem gríðarleg breyting sést á honum.

Sturridge lék með Liverpool til ársins 2019 en áður hafði hann spilað með Manchester City og Chelsea. Sturridge á að baki 25 landsleiki fyrir England.

Sturridge hefur skorað 77 mörk í ensku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeildina í tvígang, fyrst með Chelsea og síðan með Liverpool sumarið 2019.

Breytinguna á honum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina