fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

„Mér líður frábærlega hjá PSG“

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 19:50

Neymar og Kylian Mbappe.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar segist aldrei hafa verið ánægðari hjá PSG en núna. Miklar vangaveltur eru um framtíð brasilíska framherjans en hann hefur ekki enn skrifað undir framlengingu við PSG en samningur hans rennur út næsta sumar.

Hann hefur verið orðaður við ýmis lið en sérstaklega við hans gamla félag, Barcelona, sem hann yfirgaf fyrir metfé árið 2017.

„Við höfum bætt okkur mikið á þessu ári og leggjum okkur mikið fram til þess að ná lengra,“ sagði Neymar í viðtali fyrir stórleikinn gegn Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

„Mér líður frábærlega, ég er mjög hamingjusamur hér. Ég hef aldrei verið jafn ánægður hjá PSG og nú.“

Neymar hefur skorað sex mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni í ár. Liðið komst í úrslitaleik kepnninar í fyrra og setur Neymar sér það markmið að vinna í ár:

„Okkur langar innilega að vinna Meistaradeildina. Það er markmiðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað