fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Stál í stál í Madrid

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna.

Chelsea byrjaði leikinn af krafti og átti Timo Werner dauðafæri sem hann klúðraði strax í byrjun leiks. Pulisic braut ísinn fyrir gestina þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með flottu marki eftir sendingu frá Rudiger. Eftir markið héldu gestirnir áfram að sækja en það var Benzema sem jafnaði metin eftir hálftíma leik þvert gegn gangi leiksins.

Seinni hálfleikur var ekki jafn fjörugur og sá fyrri. Liðin voru bæði mjög skipulögð til baka og var ljóst að þjálfarar liðanna vildu ekki eins opinn leik og í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu ágætis tilraunir en ekki voru fleiri mörk skoruð og 1-1 jafntefli því niðurstaðan í kvöld.

Liðin mætast aftur á miðvikudaginn í næstu viku á Stamford Bridge og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Real Madrid 1 – 1 Chelsea
0-1 Pulisic (´15)
1-1 Benzema (´29)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað