fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hver tekur við Tottenham?

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 18:30

Jose Mourinho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham í síðustu viku og tók Ryan Mason við þjálfarastarfinu til bráðabirgða. Hann hefur stjórnað liðinu í tveimur leikjum, unnið einn og tapað einum. Tapleikurinn kom í úrslitum Carabao bikarsins gegn Manchester City um helgina. Ekki er þó talið að hann fái traustið fram á næsta tímabil.

Þjálfaramál Tottenham hafa mikið verið rædd og ýmsir hafa verið orðaðir við starfið.

Í frétt DailyMail segir að Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, og Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, hafi verið efstir á listanum. Í morgun var staðfest að Nagelsmann tekur við Bayern Munchen í sumar eins og búist var við. Þá hefur Rodgers ekki áhuga á starfinu að sögn Sportsmail en gengi Leicester hefur verið frábært undir hans stjórn og á liðið góðan möguleika á Meistaradeildarsæti.

Þjálfari Ajax, Erik ten Hag, er einnig á óskalista Daniel Levy og gæti hann verið góður kandídat fyrir Tottenham sem vilja spila sóknarbolta sem var ekki raunin á tíma Mourinho hjá félaginu. Ten Hag rennur út af samningi á næsta ári og gæti því fengist ódýrt.

Þá er nafn Roberto Martinez einnig í umræðunni og telja ýmsir heimildarmenn Sportsmail að hann væri til í starfið eftir EM í sumar. Þá eru Gareth Southgate og Ralf Rangnick einnig á óskalistanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum