fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Giggs brjálaður yfir þróun mála

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 20:30

Ryan Giggs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum voru Shearer og Henry valdir fyrstir inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar. Mirror greindi frá því í dag að Ryan Giggs hafi átt að vera fyrstur inn ásamt Sherarer en eftir að fréttir bárust af því að tvær konur hefðu kært Giggs fyrir árás var hætt við það og Henry bætt inn í staðinn.

Giggs er goðsögn hjá Manchester United og vann meðal annars þrettán Englandsmeistaratitla hjá félaginu. Segir í frétt Mirror að þetta hafi komið Giggs verulega á óvart og sé hann sármóðgaður yfir þróun mála. Honum finnst að sín persónulegu mál komi þessu ekkert við ásamt því að enn á eftir að dæma í málinu.

Shearer er markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá var Henry langbesti leikmaður deildarinnar á sínum tíma hjá Arsenal en hann skoraði 175 mörk í deildinni og vann deildina tvisvar.

Hér að neðan er listi yfir þá 23 leikmenn sem hægt er að kjósa inn í frægðarhöllina næst. Þess má geta að nokkrir þessara leikmanna hafa einnig komist í kast við lögin.

Tony Adams, David Beckham, Dennis Bergkamp, Sol Campbell, Eric Cantona, Andrew Cole, Didier Drogba, Les Ferdinand, Rio Ferdinand, Robbie Fowler, Steven Gerrard, Roy Keane, Frank Lampard, Matt Le Tissier, Michael Owen, Peter Schmeichel, Paul Scholes, John Terry, Robin van Persie, Nemanja Vidic, Patrick Viera og Ian Wright.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands