Gareth Southgate og aðrir þjálfarar á Evrópumótinu í sumar geta valið 26 leikmenn í hóp sinn í stað 23 leikmanna eins og venjan er.
Nefnd á vegum UEFA hefur tekið ákvörðun um þetta og er ástæðan sögð vera COVID-19 veiran og áhrif hennar.
Þreyta á meðal leikmanna eftir að hafa spilað eitt og hálft tímabil í einni beit spilar þar stórt hlutverk.
Þetta opnar dyrnar fyrir þjálfara stærri þjóða að velja stærri hóp og því munu færri sitja eftir með sárt á ennið, á Englandi er talað um að þetta opni dyrnar fyrir leikmann eins og Mason Greenwood hjá Manchester United.
Evrópumótið hefst í júní og verður spilað víða um Evrópu en leikstaðir gætu þó enn breyst þar sem einhver lönd gætu hætt við að halda leiki.