Búið er að velja tvo fyrstu einstaklingana sem fá sæti í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar, um er að ræða framherjana Alan Shearer og Thierry Henry sem taka fyrstir sæti í höllinni.
Shearer er markahæsti leikmaður í sögu deildarinnar en hann skoraði 260 mörk fyrir Blackburn og Newcastle. Hann var í liði Blackburn sem vann deildina á eftirminnilegan hátt.
Henry lék með Arsenal um langt skeið og varð í tvígang enskur meistari, hann var sínum markahæsti leikmaður deildarinnar. Henry skoraði 175 mörk í deildinni.
Fleiri leikmenn munu fá sæti í deildinni á næstunni en stuðningsmenn munu fá kost á að velja sex leikmenn til viðbótar í höllina á þessu ári.
Líklegt er talið að Ryan Giggs hefði fengið sæti í frægðarhöllinni fyrstur allra ef ekki væri ásakanir um ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni og vinkonu hennar. Búið er að gefa út ákæru á hendur Giggs og gæti hann verið á leið í fangelsi.