fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

„Þessir þrír dagar munu ekki laga neitt“

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um næstu helgi mun enska knattspyrnusambandið, enska úrvaldseildin og félögin sem í henni eru ásamt fleirum hætta að nota samfélagsmiðla tímabundið. Bannið mun standa yfir um helgina og á að vera til þess að mótmæla kynþáttaníð á samfélagsmiðlum.

Stan Collymore segir í grein á Mirror í dag að þetta muni ekkert hjálpa til í baráttunni við kynþáttaníð á samfélagsmiðlum sem hefur verið afar áberandi upp á síðkastið.

„Þessir þrír dagar munu ekki laga neitt og í þokkabót er þetta fríhelgi í Bretlandi svo fólk verður hvort eð er ekkert á samfélagsmiðlum,“ sagði Collymore í greininni.

„Fólk mun segja að þrír dagar sé betra en ekkert og ég hef heyrt að leikmenn séu virkilega ánægðir og finnist þetta gott fyrsta skref. En fyrsta skref er eitthvað sem við eigum að gera í fyrsta skipti en við höfum verið þarna áður svo þetta svo þetta gefur mönnum falska von.“

„Hvað gerist svo á degi fjögur?“

„Þetta er bara gert til þess að segjast hafa gert þetta og þarna komast allir framhjá því að móðga styrktaraðila þar sem þetta er svo stuttur tími. Betra hefði verið að hafa þetta yfir heilt tímabil.“

„Ég myndi vilja sjá FIFA búa til sinn eigin miðil og þar þarf fólk að sýna fram á skilríki til að komast þarna inn þar sem stóru miðlarnir gera ekkert í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal