Lionel Messi hefur fest kaup á íbúð í Miami, fyrir íbúðina borgaði Messi fimm milljónir punda eða 870 milljónir íslenskra króna.
Messi hefur samkvæmt fréttum keypta alla níunda hæðina í lúxus blokk sem staðsett er á Sunny Isles Beach, hálftíma akstur er til Miami.
Íbúðin sem Messi festi kaup er á með fjórum svefnherbergjum, einkasundlaug, vínkjallara og útsýni allan hringinn.
Auk þess að hafa einkasundlaug hefur Messi og fjölskylda aðganga að sex sundlaugum sem eru staðsettar í húsinu. Íbúðin sjálf er 511 fermetrar.
Messi er 33 ára gamall en samningur hans við Barcelona er á enda í sumar, hefur hann sjálfur sagt frá því að hann hafi áhuga á að spila í Bandaríkjunum. Inter Miami er lið sem er staðsett næst húsi hans en það er í eigu David Beckham.
Húsið má sjá hér að neðan.