Mesut Özil sem yfirgaf Arsenal í janúar er áfram næst launahæsti leikmaður félagsins, þrátt fyrir að hafa yfirgefið félagið í janúar.
Özil gekk í raðir Fenerbache í Tyrklandi í janúar en hann var með 350 þúsund pund í laun á viku, þegar hann yfirgaf Arsenal samdi hann um starfslok.
Þessi 32 ára leikmaður samdi við Arsenal um að borga 315 þúsund pund á viku fram í júlí, þegar samningur hans er á enda.
Arsenal er því að borga Özil 54 milljónir í hverri viku án þess að hann spili fyrir félagið en aðeins Pierre-Emerick Aubameyang þénar meira hjá félaginu í dag.
Arsenal hafði um langt skeið reynt að losna við Özıl en hann vildi ekki gefa eftir laun sín og var þetta því lendingin.