Þeim stóð ekki á sama, einstaklingunum sem voru saman komnir í Búkarest þar sem verið var að flytja fréttir af Evropumóti landsliða sem fram fer í sumar.
Ástæðan var sú að í beinni útsendingu gerðu miklar vindhviður vart um sig og afleiðingarnar urðu þær að bakgrunnur sem var staðsettur á svæðinu, féll á EM-bikarinn með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar.
Þeir starfsmenn sem voru nærri, hlupu í áttina að bikarnum til að reisa hann við og svo virðist sem að bikarinn hafi sloppið merkilega vel frá þessum hamagangi.
SCENES! The Euro 2020 trophy fell to the ground during a live broadcast in Bucharest! Bring it home! pic.twitter.com/gWUUqskO9i
— Emanuel Roşu (@Emishor) April 25, 2021