fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Herra Arsenal segist ekki þekkja félagið sitt lengur – „Þetta var röng ákvörðun“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 09:51

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Arsenal og goðsögn í sögu félagsins, segist ekki þekkja Lundúnafélagið lengur. Eigendur Arsenal ákváðu að gerast stofnaðilar að Ofurdeildinni sem síðan varð ekkert úr.

Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli á vegum stuðningsmanna Arsenal þar sem þess var krafist að eigandi félagsins, Stan Kroenke, myndi selja það.

„Félagið tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska Arsenal og mun styðja félagið þangað til ég dey en ég þekki ekki félagið lengur. Það sem gerðist núna, þegar reynt var að stofna Ofurdeildina, meikar ekki sens,“ sagði Henry í viðtali við Telegraph.

Henry segir eigendur félagsins á leið í ranga átt. Þeir reki Arsenal eins og fyrirtæki en ekki knattspyrnufélag.

„Kannski er það vegna vanþekkingu þeirra á knattspyrnulegum gildum og kannski heillaði peningurinn og varð of mikil freisting. Þetta var röng ákvörðun, mjög röng,“ sagði Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands