Rúnar Már Sigurjónsson skoraði fyrir CFR Cluj í 1-2 tapi gegn Craiova í rúmensku deildinni í kvöld.
Með marki sínu jafnaði hann metin á 54.mínútu. Það dugði þó ekki til þar sem Craiova gerði sigurmark í lok leiks.
Þetta var þriðji leikur liðsins í deildinni eftir að henni var skipt upp á dögunum. Cluj er í öðru sæti, stigi á eftir toppliði FCSB, sem á leik til góða.
Þess má geta að Lamia, lið Theódórs Elmars Bjarnasonar, gerði janftefli við Atromitos í Grikklandi í kvöld. Þá lék Lommel, lið Kolbeins Þórðarsonar, gegn Seraing og tapaði 1-3 í Belgíu. Hvorugur leikmaðurinn spilaði í leikjunum.