Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir New York City í stórsigri á Cincinatti í MLS-deildinni í kvöld. Hann skoraði flott mark í leiknum.
Jesus Medina kom New York yfir snemma í leiknum áður en forysta liðsins var tvöfölduð með sjálfsmarki Nick Hagglund, leikmanns Cincinatti.
Gummi skoraði svo sitt mark úr glæsilega tekinni aukaspyrnu eftir tæplega klukkustundar leik og kom liði sínu í 3-0.
Valentin Castellanos skoraði svo fjórða mark New York. Medina gerði svo sitt annað mark undir lok leiks. Lokatölur 5-0.
MLS-deildin er nýfarin aftur af stað. Þetta var annar leikur New York en þeir töpuðu gegn DC United í þeim fyrsta.
Hér má sjá mark Gumma í leiknum:
THOR 🎯 pic.twitter.com/TLKshJA1Pj
— New York City FC (@NYCFC) April 24, 2021