fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Myndband: Gummi Tóta skoraði beint úr aukaspyrnu í sigri New York City

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 19:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir New York City í stórsigri á Cincinatti í MLS-deildinni í kvöld. Hann skoraði flott mark í leiknum.

Jesus Medina kom New York yfir snemma í leiknum áður en forysta liðsins var tvöfölduð með sjálfsmarki Nick Hagglund, leikmanns Cincinatti.

Gummi skoraði svo sitt mark úr glæsilega tekinni aukaspyrnu eftir tæplega klukkustundar leik og kom liði sínu í 3-0.

Valentin Castellanos skoraði svo fjórða mark New York. Medina gerði svo sitt annað mark undir lok leiks. Lokatölur 5-0.

MLS-deildin er nýfarin aftur af stað. Þetta var annar leikur New York en þeir töpuðu gegn DC United í þeim fyrsta.

Hér má sjá mark Gumma í leiknum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina