Paris Saint-Germain er komið á toppinn í Ligue 1 eftir 1-3 sigur gegn Metz í leik sem er nýlokið.
Kylian Mbappe kom PSG yfir strax á 4.mínútu eftir flotta stungusendingu Ander Herrera.
Heimamenn í Metz jöfnuðu strax í upphafi seinni hálfleiks. Þar var að verki Fabien Centonze, eftir frábæra sendingu frá Farid Boulaya. Centonze var einmitt á lista FourFourTwo yfir tíu bestu hægri bakverði í fótboltanum í dag. Listinn birtist hér á 433 fyrr í dag.
Mbappe kom PSG þó aftur yfir um stundarfjórðungi síðar áður en Mauro Icardi innsiglaði svo sigur PSG með víti í lok leiks.
PSG er nú, sem fyrr segir, á toppi deildarinnar. Þeir eru með tveggja stiga forskot á Lille sem er í öðru sæti og á leik til góða. Monaco og Lyon eru svo 4 og 5 stigum á eftir PSG. Þau eiga einnig leik til góða á höfuðborgarliðið.