fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Giggs í fimm ára fangelsi? – Ásakanir um andlegt og líkamlegt ofbeldi

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 09:00

Mynd/Visionhaus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Giggs, goðsögn Manchester Unitedog landsliðsþjálfari Wales, gæti fengið fimm ára fangelsisdóm eftir að hann var ákærður fyrir líkamlegt ofbeldi gegn tveimur konum sem og andlegt ofbeldi gegn annari þeirra. The Sun greinir frá.

Málið rataði í fréttirnar í dag. Giggs er sakaður um að hafa stjórnað fyrrverandi kærustu sinni í um þrjú með því að beita hana andlegu ofbeldi. Þá er hann einnig sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi. Ofan á þetta er talið að hann hafi beitt aðra unga konu líkamlegu ofbeldi.

Áðurnefnd stjórnun í sambandi getur lýst sér þannig að aðili beiti ofbeldi, hótunum, niðurlægingu eða öðru sem notað er til að meiða, refsa eða hræða fórnarlamb þess sem beitir þessari tegund af andlegu ofbeldi. Árið 2015 var það sett í lög að hægt sé að dæma fólk í allt að fimm ára fangelsi, gerist það sekt um slík brot. Verði Giggs fundinn sekur gæti dómur hans hljóðað upp á svo mörg ár.

Þá er ekki hægt að útiloka að Giggs verði fundinn sekur í einum af hinum ákæruliðunum. Þar gæti dómurinn verið mjög mismunandi. Sjálfur segist þessi fyrrum knattspyrnustjarna vera saklaus.

Tilkynnt var um það í dag að Giggs muni ekki stýra Wales á Evrópumóti landsliða í sumar vegna málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina