fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Telur nánast öruggt að einhver verði myrtur á næstunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni verður myrtur ef félögin þar í landi fara ekki að auka öryggisgæslu í kringum leikmennina sína. Þetta er skoðun sérfræðings sem kafaði ofan í málið fyrir Talksport.

Leikmenn á Englandi óttast margir um öryggi sitt eftir ítrekuð innbrot á heimili leikmanna, innbrotsþjófarnir pæla ekkert í því hvort einhver sé heim. Robin Olsen markvörður Everton vaknaði upp við vondan draum þegar vopnaðir menn ógnuðu honum, eiginkonu hans og börnum ádögunum. Atvikið gerðist í úthverfi Manchester.

Mikil aukning hefur verið í innbrotum á heimili leikmanna og þjálfara um allt England. Fram kemur í rannsókn Talksport að aðeins fimm prósent af innbrotum á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni rati í fréttir. Um er að ræða skipulagða glæpastarfsemi.

„Félögin verða að axla ábyrgð, knattspyrnumenn eins og stjórnmálamenn eru í vinnunni allan sólarhringinn,“ sagði Alex Bomberg eigandi Intelligent Protection International.

Getty Images

Í rannsókn kemur fram að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu margir að borga tæpar 5 milljónir króna á mánuði til að tryggja öryggi sitt og heimilsins. „Leikmenn eru það verðmætasta sem félag á, félög verða að hugsa betur um þá.“

Hann telur að mikil hætta sé á ferð. „Það er aðeins spurning um hvenær fjölskyldumeðlimur eða leikmaður verður myrtur, ég er alveg öruggur á því.“

Hann ráðleggur leikmönnum að fá sér öfluga varðhunda eins og margir hafa gert. „Þeir fara ekki nálægt hundinum, það hræðir manneskjur miklu meira en önnur manneskja,“ sagði Bomberg.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson leika báðir í ensku úrvalsdeildinni, Gylfi með Everton og Jóhann Berg með Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“
433Sport
Í gær

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu