fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Loksins skoraði Haaland er Dortmund vann nauðsynlegan sigur

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dortmund tók á móti Bremen í 29. umferð þýsku Bundesligunnar í dag. Leiknum lauk með 4-1 sigri Dortmund sem tryggir sér með því þrjú lífsnauðsynleg stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Rashica kom Bremen yfir þegar stundarfjórðungur var búinn af leiknum. Um 15 mínútum seinna jafnaði Reyna metin fyrir Dortmund. Þá var komið að norska undrabarninu Erling Braut Haaland. Hann kom heimamönnum yfir úr vítaspyrnu á 34. mínútu og bætti öðru við fjórum mínútum síðar. Selassie varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks og gulltryggði þar með sigur Dortmund.

Dortmund er nú í 5. sæti deildarinnar með 49 stig, fjórum stigum á eftir Frankfurt í 4. sætinu. Bremen siglir lignan sjó í 13. sæti deildarinnar

Dortmund 4 – 1 Bremen
0-1 Rashica (´14)
1-1 Reyna (´29)
2-1 Haaland (´34)
3-1 Haaland (´38)
4-1 Selassie (´87)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace