fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Fjórða sætið ekki nóg til að fara í Meistaradeildina?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 20:00

Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar muni ekki gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Til þess þarf að vísu mikið að gerast. Það má þó velta hugsanlegum uppákomum fyrir sér.

Ef allt er eðlilegt fara fjögur efstu lið deildarinnar í Meistaradeildina, eins og þekkst hefur lengi. Á þessum tímapunkti er það þó enn mögulegt að svo verði ekki.

Til þess að liðið sem endar í fjórða sæti deildarinnar í ár fari í Evrópudeildina í stað Meistaradeildarinnar þurfa tvö ensk lið að sigra báðar Evrópukeppnirnar nú í vor. Í þokkabót þyrfti báðum liðum að mistakast það að ná topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester City og Chelsea eru fulltrúar Englands í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fara síðar í mánuðinum. Arsenal og Manchester United eru ensku liðin í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Manchester-liðin eru svo gott sem örugg með sitt sæti í Meistaradeildinni að ári vegna stöðu sinnar í deildinni heima.

Það skilur okkur eftir með Lundúnaliðin, Arsenal og Chelsea. Bláliðar eru í hörku Meistaradeildarbaráttu við Liverpool, Leicester, West Ham, Tottenham og Everton. Verði þeir undir í þeirri baráttu en vinna Meistaradeildina í vor þá fara þeir einfaldlega í keppnina á næsta tímabili ásamt þeim fjórum liðum sem enda efst í deildinni.

Ef að Arsenal, sem er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vinnur hins vegar Evrópudeildina í þokkabót þá fara bæði Arsenal og Chelsea í Meistaradeildina á næsta tímabili. Það myndi þýða að einungis þrjú lið fengju sæti í keppninni í gegnum ensku úrvalsdeildina.

Chelsea mæti Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á meðan Arsenal mætir Villareal á sama stigi Evrópudeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Góður liðsstyrkur til Valsara

Góður liðsstyrkur til Valsara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu