fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 11:30

Viðar Halldórsson, formaður FH. Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Halldórsson formaður FH skrifar pistil á heimasíðu félagsins þar sem hann sakar nágranna sína í Haukum um að ganga fram með ósannindi. Haukar fagna nú um þessar mundir 90 ára afmæli sínu. Viðar sakar formann Hauka, Samúel Guðmundsson um að fara með rangt mál þegar hann sagði að Haukar væru stærsta félagið í Hafnarfirði.

„Nokkur umræða hefur átt sér stað vegna greinar (viðtals) sem formaður Hauka, Samúel Guðmundsson, skrifar í glæsilegt afmælisblað Hauka sem gefið var út nú nýlega í tilefni 90 ára afmælis þess ágæta félags en fyrirsögn greinar hans er að mínu mati óviðeigandi, raunar kolröng, og er svona „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“, barnalegt,“ skrifar Viðar í pistli sínum á FH:is.

Viðar segir að mælingar á stærð félaga séu ekki endilega til staðar. „Fimleikafélag Hafnarfjarðar er eitt af stærri félögum á Íslandi en hvar í einhverri tilbúinni röð er algjört aukaatriði og í raun ómögulegt að segja og þá til hvers. Mælikvarði á stærð félags getur verið margvíslegur, iðkendafjöldi, fjöldi félagsmanna, fjárhagsleg umsvið, eignaleg umsvif o.s.frv., aðalatriðið er gæði íþrótta- og félagsstarfsins og þar hafa Haukar staðið sig vel að mörgu leyti og á það á formaður Hauka að leggja áherslu.“

Viðar sakar Samúel um að segja ósatt þegar kemur að iðkendafjölda hjá Haukum. „Forsendurnar sem Samúel er að nota og segir frá í greininni „Við vorum mældir nýlega sem stærsta félagið í Hafnarfirði“ og einnig „En á síðasta ári kom þarna mæling þar sem við vorum með fleiri iðkendur en FH, það finnst mér jákvætt.“ eru iðkendatölur úr Felixkerfi ÍSÍ sem er alls engin „mæling“. Iðkendatölur í Felix eru tölur innsettar af félögunum sjálfum og alveg ljóst að fjöldi félaga ber enga virðingu fyrir því kerfi og sér sér hag í verulega ýktum iðkendatölum og það er ákkúrat það sem Haukar hafa stundað. „Mælingin“ sem Samúel vitnar í er ekkert annað en röng innsetning þeirra sjálfra á fjölda iðkenda.“

Viðar skrifar svo. „Ef einhver félög í Hafnarfirði vilja endilega setja sig í einhverja röð varðandi stærð síns félags miðað við nokkuð réttann iðkendafjölda þá hefur ÍBH og Hafnarfjarðarbær á ári hverju í samstarfi við Rio Tinto úthlutað styrkjum til hafnfirskra íþróttafélaga sem miðast við fjölda iðkenda 18 ára og yngri. Niðurstaða síðustu úthlutunar („stærstu þrjú“) sem unnin er af íþróttafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdastjóra ÍBH á grunni ákveðinna reglna er einfaldlega eftirfarandi.“

Hann birtir svo tölur um iðkendur hjá íþróttafélögum í Hafnarfirði:
Fimleikafélag Hafnarfjarðar 1.702 iðkendur
Knattspyrnufélagið Haukar 1.053 iðkendur
Fimleikafélagið Björk 773 iðkendur

„Þess má geta að iðkendur í fótbolta hjá FH (1.064) eru fleiri en heildarfjöldi iðkenda hjá Haukum,“ skrifar Viðar.

Viðar segist ekki hafa viljað svara þessu en sannleikurinn sé það sem eigi að koma fram í svona máli. „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað en „hafa ber það sem sannara reynist“ á vel við hér, ósannindi og skáldskapur á ekki að líðast í íþróttahreyfingunni frekar en annars staðar.“

Bréf Viðars má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða