fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Arnar fær nýjan óuppsegjanlegan samning í Víkinni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 12:30

©Anton Brink 2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára, út tímabilið 2023. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningur var.

Arnar er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu sem lék m.a. með Bolton Wanderers, Leicester City og Stoke City á Englandi en einnig í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Skotlandi. Arnar varð deildarbikarmeistari á Englandi, hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum sem leikmaður og bikarmeistaratitilinn tvisvar sinnum sem leikmaður og einu sinni sem þjálfari.

„Arnar tók við þjálfun meistaraflokks Víkings haustið 2018, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar á yfirstöðnu tímabili. Allt frá fyrstu æfingu hefur Arnar lagt áherslu á að Víkingur spili jákvæðan fótbolta og innleitt nýjar áherslur í leik liðsins. Undir stjórn Arnars hefur liðið tekið miklum framförum og vakið verðskuldaða athygli. Ungir leikmenn hafa fengið stór hlutverk í liðinu og Arnar hefur fylgt sinni sannfæringu og stefnu frá upphafi, hvort sem er í velgengni eða þegar á móti hefur blásið,“ segir í yfirlýsingu Víkins.

„Á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Arnars varð Víkingur bikarmeistari, en þá höfðu liðið 29 ár frá síðasta titli í knattspyrnu hjá félaginu. Undanfarin ár hefur aðstaða til æfinga batnað til muna í Víkinni og telur stjórn deildarinnar félagið vera á góðum stað hvað varðar leikmenn, þjálfarateymi og alla umgjörð um sína afreksmenn. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða