fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Arnar fær nýjan óuppsegjanlegan samning í Víkinni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 12:30

©Anton Brink 2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára, út tímabilið 2023. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningur var.

Arnar er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu sem lék m.a. með Bolton Wanderers, Leicester City og Stoke City á Englandi en einnig í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Skotlandi. Arnar varð deildarbikarmeistari á Englandi, hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum sem leikmaður og bikarmeistaratitilinn tvisvar sinnum sem leikmaður og einu sinni sem þjálfari.

„Arnar tók við þjálfun meistaraflokks Víkings haustið 2018, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar á yfirstöðnu tímabili. Allt frá fyrstu æfingu hefur Arnar lagt áherslu á að Víkingur spili jákvæðan fótbolta og innleitt nýjar áherslur í leik liðsins. Undir stjórn Arnars hefur liðið tekið miklum framförum og vakið verðskuldaða athygli. Ungir leikmenn hafa fengið stór hlutverk í liðinu og Arnar hefur fylgt sinni sannfæringu og stefnu frá upphafi, hvort sem er í velgengni eða þegar á móti hefur blásið,“ segir í yfirlýsingu Víkins.

„Á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Arnars varð Víkingur bikarmeistari, en þá höfðu liðið 29 ár frá síðasta titli í knattspyrnu hjá félaginu. Undanfarin ár hefur aðstaða til æfinga batnað til muna í Víkinni og telur stjórn deildarinnar félagið vera á góðum stað hvað varðar leikmenn, þjálfarateymi og alla umgjörð um sína afreksmenn. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Í gær

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Í gær

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina