fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

United ekki gefist upp á Sancho

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 09:58

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United gæti reynt aftur í sumar að fá Jadon Sancho til félagsins frá Borussia Dortmund. Félagið reyndi mikið síðasta sumar án árangurs.

United hafði mikinn áhuga enska kantmanninum síðasta sumar en gat ekki samið um kaupverðið við Dortmund.

Manchester Evening News segir að United skoði þann kost í sumar að fá Sancho, félagið skoðar einnig samherja hans Erling Haaland.

Staðarblaðið segir að United sé enn í virku samtali við Emeka Obasi umboðsmann Sancho. Dortmund gæti lækkað verðmiða hans í sumar ef félaginu mistekst að komast inn í Meistaradeildina.

Joachim Watzke stjórnarformaður Borussia Dortmund segir að Jadon Sancho kantmaður félagisns sé til sölu í sumar ef rétta tilboðið kemur á borð þeirra. „Jadon Sancho hefur verið miklu lengur hjá okkur en Erling Haaland, við ræðum við Jadon,“ sagði Watzke um stöðu mála.

„Ef það kemur gott tilboð þá erum við tilbúnir að ræða við Sancho og umboðsmann hans. Ég er öruggur á því að félagaskiptamarkaðurinn verður rólegri í sumar en oft áður.“

„Veruleikinn fyrir stór félög er sá að kórónuveiran hefur haft veruleg áhrif, það lagast ekki á viku eða tveim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum