fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Launakröfurnar svo svakalegar að Bæjarar bökkuðu út

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Bayern hefur gefist upp í viðræðum sínum við umboðsmann Georginio Wijnaldum miðjumanns Liverpool. Abendzeitung í Þýskalandi segir frá.

Wijnaldum er þrítugur en samningur hans við Liverpool er á enda í sumar, allar líkur eru á að hann fari frítt frá félaginu.

Wijnaldum hefur ekki náð samkomulagi við Liverpool en launakröfur hans eru sagðar ansi rausnarlegar.

Georgino Wijnaldum, leikmaður Liverpool / GettyImages

Þýskir miðlar segja að umboðsmaður Wijnaldum hafi ferðast til Þýskalands til að fara í viðræður, forráðamenn Bayern hafi hins vegar fljótt slitið viðræðum þegar umboðsmaðurinn bar upp launakröfur leikmannsins.

Wijnaldum hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en óvissa um framtíð Ronald Koeman hefur tafið það ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina