fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Eru þetta sex mikilvægustu leikmenn Liverpool?

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert launungarmál að tímabil Liverpool hingað til hefur verið vonbrigði. Englandsmeistararnir eru í sjöunda sæti, 25 stigum á eftir Manchester City sem er á toppi deildarinnar. Þeir eiga þó enn góðan séns á að koma sér upp í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. West Ham situr þar eins og er með 3 stigum meira en Liverpool.

Svo gæti farið að Liverpool endurnýji hópinn sinn að einhverju leiti í sumar. Þó eru nokkrir leikmenn sem verða mjög mikilvægir liðinu áfram. Mirror tók saman sex leikmenn sem verða áfram kjarni liðsins, þrátt fyrir að einhver endurnýjun eigi sér stað.

Alisson

Þegar Alisson gerði tvö stór mistök í sama leiknum gegn Man City fyrr á tímabilinu varð knattspyrnuheimurinn steinhissa, enda markvörðurinn gert fá mistök á ferli sínum á Englandi. Hann hefur kannski ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili en er þó einn af bestu markvörðunum í Evrópu.

Virgil Van Dijk

Þegar Van Dijk meiddist illa í nágrannaslag gegn Everton snemma á tímabilinu gátu fáir séð fyrir hversu svakaleg áhrif það myndi hafa á tímabil Liverpool. Hann veitir mikla ró í vörn liðsins sem gerir bakvörðum þess til að mynda kleift að láta meira af sér kveða í sóknarleiknum. Endurkoma hans verður mjög jákvæð fyrir Liverpool.

Andy Robertson

Leikur Trent Alexander-Arnold hefur verið óstöðugur á tímabilinu og hefur það undirstrikað mikilvægi Robertson í vinstri bakverði. Hann er einn sá besti í heimi í sinni stöðu og verður áfram mikilvægur hluti af liði Liverpool.

Fabinho

Sama hvort hann spilar í miðri vörninni eða á miðjunni þá sýnir Fabinho oft á tíðum að hann er einn mikilvægasti leikmaður Liverpool. Hann hefur fengið það erfiða hlutverk að leysa Van Dijk af í vörninni í fjarveru hans á tímabilinu en frammistöður hans eftir að hann var færður aftur upp á miðju undirstrika gæði hans í þeirri stöðu.

Jordan Henderson

Fyrirliðinn Henderson er hjartað í liði Liverpool. Hann meiddist nýlega og í kjölfar þess gátu áhorfendur séð hversu sárt hans er saknað í liðinu. Gini Wijnaldum er á förum og mun það gera hlutverk Henderson enn stærra.

Mohamed Salah

Salah er á listanum þrátt fyrir að vera reglulega orðaður við Real Madrid. Hann hefur ekki átt besta tímabil sitt í Liverpool treyjunni hingað til en hefur þó alls ekki verið alslæmur. Hann hefur haldið áfram að skora mörk á meðan félagar hans, Sadio Mane og Roberto Firmino, hafa verið slakari. Hinn 28 ára gamli Salah vonast hugsanlega til að fá ein stór félagaskipti í viðbót á ferli sínum. Það verður virkilega mikilvægt fyrir Liverpool að halda í hann í sumar.

Þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á sex manna-listann þá voru Alexander-Arnold, Mane, Firmino, Diogo Jota og Thiago Alcantara einnig nefndir til sögunnar sem leikmenn sem gætu orðið mikilvægir á næstu árum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Í gær

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina