fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Bayern missteig sig – Er enn von fyrir Leipzig?

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 15:33

Thomas Muller svekktur. Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum er nýlokið í þýsku Bundesligunni. Bayern missteig sig á heimavelli og Leipzig nýtti sér það til að hleypa lífi í toppbaráttuna.

Bayern Munchen missteig sig á heimavelli gegn Union Berlin. Jamal Musiala kom þeim yfir á 68.mínútu en Marcus Ingvartsen jafnaði fyrir Union seint í leiknum. Úrslitin hleypa aukinni spennu í toppbaráttuna í Bundesligunni þar sem RB Leipzig vann á sama tíma sinn leik.

Leipzig heimsótti Werder Bremen og lenti ekki í vandræðum. Þeir komust í 0-3 í fyrri hálfleik. Dani Olmo skoraði eitt mark og Alexander Sorloth tvö. Milot Rashica minnkaði muninn fyrir Werder úr víti eftir um klukkutímaleik en Marcel Sabitzer innsiglaði 1-4 sigur Leipzig tveimur mínútum síðar. Leipzig er nú með 60 stig í öðru sæti, 5 stigum á eftir Bayern. Werder er 5 stigum fyrir ofan fallsvæðið og gæti sogast í fallbaráttuna af alvöru, vinni Mainz og Köln sína leiki í umferðinni.

Franfurt vann Wolfsburg 4-3 í skemmtilegum leik. Wolfsburg átti fleiri marktilraunir og voru meira með boltann en það dugði ekki til. Frankfurt er áfram í fjórða sæti, nú aðeins stigi á eftir Wolfsburg, sem er í því þriðja.

Þá gerðu Hertha Berlin og Gladbach 2-2 jafntefli. Hertha er í mikilli fallbaráttu en Gladbach er að berjast um Evrópusæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Í gær

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best