fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Rúrik slekkur í kjaftasögunum sem eru á forsíðum blaða í Þýskalandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 13:42

Mynd/Instagram @rurikgislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu er að gera það gott í dansheiminum eftir að knattspyrnuskórnir fengu að fara á hilluna.

Rúrik er einn af keppendum Let’s dance, dansþáttaraðarinnar í Þýskalandi sem svipar til íslensku þáttanna Allir geta dansað.

Rúrik dansar þar með Renötu Lusin, atvinnudansara og hefur heldur betur verið að slá í gegn. Rúrik og Renata eru náin á sviði en það hefur búið til kjaftasögur í Þýskalandi, á forsíðum blaða þar í landi er reglulega fjallað um samband þeirra á sviðinu og ýjað að því að eitthvað meira gæti verið þar á bak við.

„Hvað segir konan mín? Það er á forsíðum á öllum blöðum hérna að ég sé að daðra við Renötu og að hún sé að daðra við mig, að ég sé að daðra við þessa og þessa. Síðast í gær var það á forsíðu á stóru blaði hérna að ég gæti ekki haldið höndunum frá Renötu,“ sagði Rúrik um málið í þættinum Brennslan á FM957.

Renata er öflugur dansari

Rúrik segir það tóma þvælu að eitthvað meira en bara fagmennska á sviði sé á milli hans og Renötu. „Ég get alveg sagt það með góðri samvisku, það er mjög skrýtið að þú ert að vinna með einhverjum í 8 tíma á dag en þetta er bara fagmennska. Maðurinn hennar Renötu er hérna líka og það er algjör toppmaður,“ sagði Rúrik og drap þannig í kjaftasögunum.

„Ég skil alveg að þetta lítur þetta þannig út í þáttunum, við verðum að láta það líta þannig út. Dans er bara leiksýning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu