fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Hvað er að Sadio Mané?

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mané, leikmaður Liverpool, hefur ekki átt gott tímabil fyrir Englandsmeistarana. Hann hefur einungis skorað 7 mörk í 27 leikjum á tímabilinu og aðeins 3 mörk úr síðustu 23 leikjum.

Þetta er leikmaður sem tímabilið 2018-19 var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Mohamed Salah og Pierre-Emerick Aubameyang og fyrir minna en 18 mánuðum fannst sjálfum Lionel Messi ósanngjarnt að hann hafi aðeins endað fjórði í Ballon d´Or.

Blaðamenn The Athletic velta fyrir sér hvað hafi farið úrskeiðis hjá kappanum þetta tímabilið og sýna ansi áhugaverða tölfræði.

Hann gerir fleiri árásir með boltann þetta tímabilið, tekur fleiri skot og snertir boltann oftar í teig andstæðinganna. Þetta bendir á það að tölfræðin hjá honum er ekki endilega verri í ár frá tímabilinu í fyrra en vandamálið liggur í nýtninni, þ.e. hann nýtir færin sín ekki vel.

Hann fór fram úr sínu xG (expected goals) síðustu 2 tímabil en langt aftur úr þetta tímabilið.

Tímabilið 2018-19 skoraði hann mark á hverjum 140 mínútum en þetta tímabilið á 323 mínútna fresti. Hann hefur aldrei verið jafn mikið undir væntingum hvað varðar xG síðan hann kom til félagsins. Fyrir áhugasama þá eru Timo Werner og Trezeguet einu framherjar ensku deildarinnar sem hafa skorað minna miðað við þeirra xG.

Hér að neðan má sjá twitter færslu James Pearce (höfundar greinarinnar) og áhugaverðar myndir sem sýna tölfræði Mane.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar