fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Fræga fólkið og enski boltinn – Hluti II

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 19:09

Daniel Craig, sem leikur James Bond, með Mane og Salah

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræga fólkið fylgist líka með fótbolta en með hvaða liðum í enska boltanum halda stjörnurnar? Í þessum hluta verður farið yfir hvaða stjörnur styðja félögin Liverpool, Everton, Wolves og West Brom.

Liverpool – LeBron James og sjálfur James Bond

Englandsmeistarar Liverpool eru á meðal vinsælustu félaga í heimi og því kemur ekki á óvart að stjörnurnar dýrki félagið. LeBron James er líklega þekktasta stjarnan sem styður félagið en hann er ekki bara stuðningsmaður heldur á orðið hlut í félaginu. Hann hefur oft mætt á Anfield ásamt því að sjást í Liverpool treyjunni við ýmis tilefni. Daniel Craig, sá sem leikur James Bond, er einnig mikill stuðningsmaður liðsins og sést reglulega á Anfield. Aðrar stjörnur sem styðja félagið eru Dr. Dre, Angeline Jolie, Brad Pitt, Lana Del Ray, Samuel L. Jackson, Nelson Mandela og Mike Myers samkvæmt frétt Bleacher Report.

LeBron James

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Everton – Sylvester Stallone og Judi Dench

Sylvester Stallone sem gerði garðinn frægan í Rocky myndunum er mikill aðdáandi klúbbsins. Svo mikið heldur hann með félaginu að hann sér mikið eftir því að hafa ekki keypt klúbbinn árið 2007 þegar það var í boði segir í frétt Goal. Fyrrum boxarinn Tony Bellew er einnig stuðningsmaður félagsins ásamt leikkonunni Judi Dench og tekur mikinn þátt í góðgerðarstarfi félagsins. Britain´s Got Talent dómarinn Amanda Holden og John McEnroe styðja líka bláklædda liðið í Liverpool borg.

Sylvester Stallone

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Wolves – Robert Plant og Luke Skywalker

Mark Hamill sem lék Luke Skywalker í myndunum vinsælu er stuðningsmaður liðsins en hann var spurður af aðdáanda liðsins hvort hann héldi með þeim þar sem hann hafði líkað við færslu frá félaginu og ákvað hann upp úr þessu að styðja fótboltafélagið. Robert Plant, söngvari Led Zeppelin er harður stuðningsmaður liðsins og hefur verið það frá 5 ára aldri.

West Brom – Liam Payne og Julie Walters

Frank Skinner, rithöfundur, grínisti og sjónvarpsmaður er einn harðasti stuðningsmaður félagsins og sést oft á leikjum liðsins og tjáir sig mikið um mál tengd félaginu. Söngvarinn úr One Direction, Liam Payne er einnig mikill stuðningsmaður félagsins þrátt fyrir að koma frá Wolverhampton segir í frétt football league world. Leikonan Julie Walters og grínistarnir Josie Lawrence og Lenny Henry eru einnig stuðningsmenn liðsins.

Liam Payne

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má nálgast fyrsta hluta í fræga fólkið og enski boltinn:

Með hvaða liðum í enska heldur fræga fólkið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi