fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Real Madrid gefur ekkert eftir í toppbaráttunni

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 16:08

Karim Benzema skoraði sitt 18 mark fyrir Real Madrid í vetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Eibar í 29. umferð spænsku deildarinnar í dag. Þar unnu Madrídingar nokkuð öruggan 2-0 sigur.

Fyrri hálfleikurinn var opinn og fjörugur og ljóst að bæði lið vildu sækja. Real Madrid voru sterkara liðið, héldu betur í boltann og sköpuðu hættulegri færi. Marco Asensio braut ísinn og kom þeim yfir eftir stoðsendingu frá Casemiro undir lok fyrri hálfleiks.

Tvö mörk voru dæmd af hjá Madrid í leiknum en Karim Benzema náði loks að tvöfalda forystu síns liðs á 73. mínútu með skalla eftir sendingu frá Vinícius Júnior. Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum og þægilegur sigur Real Madrid staðreynd.

Madrídingar voru án fyrirliða síns, Sergio Ramos, í leiknum en hann meiddist í landsleikjahlénu. Næsti leikur Real Madrid er í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Englandsmeisturum Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað