fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Real Madrid gefur ekkert eftir í toppbaráttunni

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 16:08

Karim Benzema skoraði sitt 18 mark fyrir Real Madrid í vetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Eibar í 29. umferð spænsku deildarinnar í dag. Þar unnu Madrídingar nokkuð öruggan 2-0 sigur.

Fyrri hálfleikurinn var opinn og fjörugur og ljóst að bæði lið vildu sækja. Real Madrid voru sterkara liðið, héldu betur í boltann og sköpuðu hættulegri færi. Marco Asensio braut ísinn og kom þeim yfir eftir stoðsendingu frá Casemiro undir lok fyrri hálfleiks.

Tvö mörk voru dæmd af hjá Madrid í leiknum en Karim Benzema náði loks að tvöfalda forystu síns liðs á 73. mínútu með skalla eftir sendingu frá Vinícius Júnior. Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum og þægilegur sigur Real Madrid staðreynd.

Madrídingar voru án fyrirliða síns, Sergio Ramos, í leiknum en hann meiddist í landsleikjahlénu. Næsti leikur Real Madrid er í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Englandsmeisturum Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum