fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Pickford dauðhræddur um að missa sæti sitt á EM

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 16:50

Pickford í síðasta leik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Pickford, markvörður Everton, hefur miklar áhyggjur af því að núverandi meiðsli sín gætu valdið því að hann missi byrjunarliðssæti sitt í enska landsliðinu fyrir komandi stórmót.

Pickford hefur verið aðalmarkvörður Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, en var ekki með í síðasta landsleikjahléi vegna meiðsla. The Sun segja Pickford nú vera dauðhræddan um að komi eitthvað bakslag í batann hjá honum þýði það að hann missi byrjunarliðssæti sitt.

Nick Pope, markmaður Burnley, byrjaði leiki Englands í síðasta landleikjahléi í fjarveru Pickford og hafa margir kallað eftir því að hann verji mark Englendinga á EM í sumar.

Pickford spilaði síðast leik í 1-2 tapi gegn Burnley og þurfti þar að fara af velli í fyrri hálfleik. Vonir standa til að hann verði tilbúinn aftur á völlin í lok apríl mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum