fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Juventus tapar mikilvægum stigum í toppbaráttunni

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 17:58

Spilar Cristiano Ronaldo í Meistaradeildinni á næstu leiktíð?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus og Torino mættust í dag í Seria A í sannkölluðum nágrannaslag á heimavelli Torino. Leikurinn var fjörugur og ljóst að bæði lið vildu stigin þrjú. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Federico Chiesa kom Juventus yfir á 19. mínútu eftir frábæran sprett að marki heimamanna og kláraði með því að klobba Sirigu, markvörð Torino, skemmtilega. Tæpum fimmtán mínútum síðar jafnaði Sanabria með skalla eftir að Szczesny hafði varið boltann beint út í teig.

Sanabria skoraði sitt annað mark á fyrstu mínútu seinni hálfleiks eftir mistök Kulusevski og kom Torino yfir. Stórstjarnan Cristiano Ronaldo jafnaði svo metin fyrir Juventus með skalla þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Með þessu stigi nær Juventus að halda sér í Meistaradeildarsæti en Napoli eru skammt undan með jafn mörg stig en lakari markatölu. Torino er í 17. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Átta öðrum leikjum er lokið í Seria A í dag en úrslit þeirra má sjá hér að neðan.

Milan 1 – 1 Sampdoria

Atalanta 3 – 2 Udinese

Benevento 2 – 2 Parma

Cagliari 0 – 2 Verona

Lazio 2 – 1 Spezia

Napoli 4 – 3 Crotone

Sassulolo 2 – 2 Roma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum