fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Íslendingar í útlöndum – Albert heillaði

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 20:34

Albert skoraði sigurmark síns liðs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar og skoraði sigurmark liðsins gegn Willem. Þá var hann valinn maður leiksins á ýmsum miðlum.

Aron Einar Gunnarsson byrjaði fyrir Al Arabi en þurfti að sætta sig við 2-3 tap gegn Al-Duhail SC. Aron Einar lagði upp seinna mark Al Arabi en það dugði því miður ekki til.

Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Riga þegar þeir unnu þægilegan 6-1 sigur gegn FK Sparkaks og sitja á toppi deildarinnar þegar þrír leikir er búnir.

Andri Fannar Baldursson sat sem fastast á bekknum þegar Bologna tapaði 0-1 fyrir toppliði Inter.

BATE vann 3-2 sigur á FC Gomel í Hvíta Rússlandi en nafn Willums Þórs Willumssonar var hvergi að sjá á leikskýrslunni.

Rúnar Alex Rúnarsson sem leikur með Arsenal var ekki í hóp er liðið tók á móti Liverpool.

Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn á miðjunni hjá West Ham í 5-0 stórsigri þeirra. Var þetta hennar fyrsti sigurleikur í West Ham treyjunni.

Andrea Rán Hauksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allar í enn einu tapi Le Havre í efstu deild í Frakklandi. Liðið situr í botnsæti deildarinnar.

Alexandra Jóhansdóttir var ónotaður varamaður hjá Frankfurt er þær sigruðu Freiburg 2-1 í undanúrslitum þýska bikarsins.

Svava Rós Guðmunsdóttir spilaði ekki með Bordeaux í dag vegna meiðsla en liðið vann góðan 1-0 sigur í frönsku deildinni í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu