fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Áhorfendur verða leyfðir í undanúrslitum FA-bikarsins

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 14:15

Vonandi mega áhorfendur mæta á völlinn fljótlega

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Bretlands hefur valið leik Southampton og Leicester City í undanúrslitum FA-bikarsins til þess að prófa að fá áhorfendur aftur á völlinn. Leikurinn sem fer fram 18. apríl verður spilaður fyrir framan 4000 áhorfendur á Wembley.

Það verða þó ekki endilega stuðningsmenn liðanna sem fá að mæta á völlinn heldur fær fólk sem býr í nágrenninu sem og starfsmenn úr heilbrigðiskerfinu það hlutverk. Þetta er vegna þess að stjórnvöld vilja ekki að fólk sé að ferðast langar vegalengdir þar sem þá sé meiri smithætta á leiðinni á völlinn.

Það er tekið skýrt fram að þetta sé prufa til að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki öruggu í margmenni frekar en tækifæri fyrir stuðningsmenn liðanna að styðja sinn klúbb segir í frétt Daily Mail. Þá vilja vísindamenn athuga hvort hægt sé að taka flýti Covid-19 próf á staðnum.

Skipulagðir eru fjórtán prufuleikir til þess að athuga hvort bólusetningar og Covid-19 próf sé nægilegt til að koma í veg fyrir dreifingu veirunnar skæðu á íþróttaviðburðum. Undanúrslitaleikur Leicester og Southampton verður líklega fyrsti prufuleikurinn en á listanum eru einnig úrslitaleikir Carabao og FA bikarsins. Stefnt er að því að auka alltaf fjölda áhorfenda á leikjum og vonir standa til að 20 þúsund manns geti verið á Wembley í úrslitaleik FA bikarsins og 45 þúsund í lokaleikjum EM í knattspyrnu í sumar sem fara fram á Wembley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum