fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Sparkaði stjörnunni til að gerast fyrirsæta

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Drinkwater miðjumaður í eigu Chelsea er maður einsamall þessa dagana eftir að Carlos Tozaki ákvað að gefa honum stígvélið. Drinkwater er nú á láni hjá Kasımpaşa í Tyrklandi.

Tozaki er frá Brasilíu en samband hennar við Drinkwater varði í 18 mánuði, lífið hefur oft verið auðveldara fyrir miðjumanninn.

Drinkwater náði hátindi ferilsins árið 2016 þegar hann varð enskur meistari með Leicester, ári síðar gekk hann í raðir Chelsea en síðan þá hefur ekkert gengið. Lífið hefur leikið hann grátt innan sem utan vallar.

„Þetta var mjög mikil orka sem fór í þetta samband okkar í 18 mánuði,“ sagði Tozaki þegar hún ákvað að tjá sig um sambandið.

Þegar allt lék í lyndi.

Drinkwater hefur verið gripinn við að keyra fullur og önnur vandræði hans utan vallar hafa ratað í fréttir síðustu mánuði,  þá hefur hann flakkað á milli liða en ekki fundið sig.

„Við vorum saman í gegnum merkileg augnablik, ég mun alltaf bera tilfinningar til hans.“

„Þetta var góður tími í mínu lífi en þetta var ekki það sem ég vildi, ég ákvað að setja meiri orku í feril minn sem fyrirsæta.“

Drinkwater hóf feril sinn hjá Manchester United en gekk í raðir Leicester árið 2012 og átti frábær fimm ár þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“