fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433

Real Madrid ætlar sér að semja við Mbappe eða Haaland í sumar

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska stórveldið Real Madrid ætlar sér að semja við stórstjörnu í sumar og þar eru Mbappe og Haaland efstir á blaði. Til þess að fjármagna þau félagsskipti ætlar klúbburinn að selja einhvern af þeim leikmönnum sem eru nú á láni frá klúbbnum samkvæmt frétt AS.

Gareth Bale, Martin Odegaard og Dani Ceballos eru á meðal níu leikmanna sem eru á láni frá Real Madrid á þessari leiktíð og gæti félagið litið til þess að selja þá til að fjármagna önnur kaup. Allir þeir leikmenn sem eru á láni verða þó ekki seldir þrátt fyrir að vera um það bil fjórðungur af virði leikmannahópsins í heild.

Odegaard og Ceballos eru dýrustu leikmennirnir á þeim lista samkvæmt transfermarkt en Odegaard hefur spilað vel í liði Arsenal á þessari leiktíð. Þá er félagið æst í að losna við Gareth Bale og hans risastóra launatékka frá félaginu. Bale staðfesti fyrr í vikunni að hann færi aftur til Spánar eftir tímabilið og myndi tala við stjórn félagsins um framtíðina.

Norski framherjinn Haaland er metinn á 153 milljónir punda og franski heimsmeistarinn Mbappe á 128 milljónir punda. Það er því ljóst að Real Madrid þarf að taka vel til í leikmannahópnum sínum til að bæta öðrum hvorum þeirra við. Það er ljóst að Real Madrid verður ekki eina félagið sem reynir að næla í framherjana en Barcelona og Manchester City hafa einnig verið mikið í umræðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433
Í gær

Valur kom til baka og vann dramatískan sigur

Valur kom til baka og vann dramatískan sigur
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal