Manchester City hefur hætt við að eltast við Lionel Messi í sumar, samkvæmt fjölmiðlum á Spáni hefur félagið ákveðið að láta ekki til skara skríða.
Manchester City var nálægt því að klófesta Messi sumarið 2020 en þá taldi hann sig geta farið frítt frá félaginu, Barcelona tók það ekki í mál.
Forráðamenn City telja að Messi hafi ekki áhuga á að koma til félagsins samkvæmt AS á Spáni, telja þeir að Messi muni framlengja dvöl sína hjá Barcelona.
Messi er ánægður með Ronald Koeman þjálfara liðsins og Joan Laporta nýjan forseta félagsins. PSG hefur hins vegar enn áhuga á Messi og gæti reynt að sannfæra hann um að koma til Parísar.
Manchester City ætlar að sækja sóknarmann í sumar til að fylla skarð Kun Aguero en Erling Haaland, Harry Kane og Romelu Lukaku eru á óskalista Pep Guardiola.