Gareth Bale kantmaður Wales var í eldlínunni þegar liðið vann góðan 1-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM í gær. Bale lagði upp sigurmark leiksins fyrir Daniel James kantmann Manchester United.
Skömmu síðar var Bale í skallaeinvígi við Ondrej Kúdela leikmann Tékklands og gaf honum vænt olnbogaskot.
Leikmenn fá oftast skammir í hattinn þegar slík atvik koma upp en Bale fær mikið lof fyrir þetta högg sitt. Ástæðan er sú að Ondrej Kúdela hefur verið sakaður um mjög gróft kynþáttaníð.
Kúdela sem leikur með Slavía Prag var með kynþáttaníð í garð Glenn Kamara leikmanns Celtic þegar liðin mættust í Evrópudeildinni á dögunum.
Fyrir leikinn voru leikmenn Wales með skilaboð til Ondrej Kúdela en þeir voru í bolum með sem á stóð „sýnum rasisma rauða spjaldið.“
Bale virtist meðvitaður um að Kúdela væri fyrir aftan sig, hann horfði á hann áður en hann gaf honum olnbogaskot í andlitið. Kúdela fór meiddur af velli eftir atvikið.