Eftir að hafa verið í tómum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í vetur er Liverpool að ganga frá kaupum á Ibrahima Konate varnamanni RB Leipzig.
Ensk götublöð segja frá því dag að Konate sé nú þegar búinn að standast læknisskoðun hjá Liverpool.
Konate verður 22 ára á þessu ár en hann hefur leikið fyrir öll yngri landsliðs Frakklands. Konate er miðvörður sem spilað hefur vel með þýska félaginu.
Liverpool mun þurfa að borga 40 milljónir evra fyrir Konate en slík klásúla er í samningi hans, Konate er stór en snöggur miðvörður sem gæti myndað gott par með Virgil Van Dijk sem er að jafna sig eftir slæm meiðsli.