fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Breiðablik staðfestir kaup á Sævari

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 15:09

Sævar Atli Magnússon. Mynd/Leiknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir R. og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Sævars Atla Magnússonar frá Leikni til Breiðabliks. Félagaskiptin munu ganga í gegn eftir að keppnistímabilinu 2021 lýkur og mun Sævar því leika með Leikni út tímabilið.

Sævar Atli er fyrirliði Leiknis og var í lykilhlutverki í fyrra þegar Leiknir tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni. Hann hefur þegar leikið 129 leiki fyrir Leikni og skorað í þeim 61 mark.

„Áhuginn á Sævari Atla var mikill og eru Blikar hæstánægðir með það að hann hafi valið Breiðablik. Blikar þakka Leikni fyrir góð samskipti vegna fyrirhugaðra félagaskipta. Við óskum Sævari Atla og Leiknismönnum góðs gengis í Pepsi Max deildinni í sumar,“ segir á vef Blika.

„Nú er þetta búið. Nú er bara fókusinn á að bæta minn leik og spila með Leikni í sumar, uppeldisfélaginu mínu. Annað tímabil í efstu deild og þetta verður ógeðslega spennandi og krefjandi verkefni. Ég hef mikla trú á því að við gerum vel í sumar,“ sagði Sævar meðal annars í viðtali við Leiknir.com en viðtalið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við