fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Stjörnum prýtt lið Englendinga í basli og þjálfarinn sagður vanhæfur

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 29. mars 2021 20:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska u-21 árs landslið Englands, hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar á Evrópumótinu sem er nú yfirstandandi.

Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð í keppninni og hefur ekki náð að skora mark til þessa. Það kemur á óvart því liðið er skipað leikmönnum sem spila meðal annars reglulega í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn á borð við Edward Nketiah og Emile Smith Rowe, leikmenn Arsenal, Tom Davies, leikmaður Everton og Ryan Sessegnon, leikmaður Tottenham sem er nú á láni hjá þýska liðinu Hoffenheim.

Fyrsti leikur Englendinga í keppninni gegn Sviss, tapaðist 1-0 og síðan tapaði liðið 2-0 á móti Portúgal í gær. Englendingar mæta Króatíu í síðustu umferð riðlakeppninnar og verða að vinna þann leik ásamt því að treysta á önnur úrslit til þess að komast í útsláttarkeppnina.

Aidy Boothroyd, þjálfari liðsins, er undir mikilli pressu og hefur fengið mikla gagnrýni heimafyrir vegna frammistöðu liðsins sem er talin vera langt frá því að vera ásættanleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar