fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Líta hýrum augum til tveggja skærustu stjarnanna

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 15:00

Samsett mynd - Haaland og Mbappe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að Real Madrid vilji styrkja rækilega við sig í félagaskiptaglugganum í sumar, en Marca greinir frá því í dag að spænska stórliðið beini sjónum sínum að tveimur ungstyrnum, þeim Kylian Mbappe og Erling Haaland.

Framherjarnir tveir hafa svo sannarlega skotist upp á stjörnuhimininn síðustu misseri, en spekingar hafa velt því fyrir sér hvort þeir tveir séu arftakar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, bestu knattspyrnumanna síðari ára.

Hinn franski Kylian Mbappe spilar nú fyrir PSG. Greint hefur verið frá því að samningur hans við franska stórliðið klárist sumarið 2022, en erfiðlega hefur gengið að endurnýja samninginn, sem gæti orðið til þess að hann yrði seldur í sumar.

Mbappe er nú 22 ára, en hann hefur verið orðaður við Real Madrid frá táningsaldri. Vitað er til þess að hann hefur lengi verið aðdáandi félagsins, en þrátt fyrir það er hann sagður hafa valið PSG fram yfir Madrid sumarið 2017, er hann fór frá Mónakó í einum dýrustu félagaskiptum knattspyrnusögunnar.

Marca tekur fram að viðræður á milli Real Madrid og Borussia Dortmund um kaup á norska framherjanum Erling Haaland séu ekki hafnar, en samband knattspyrnufélaganna tveggja þykir gott.

Hinn umdeildi Mino Raiola er umboðsmaður hins tvítuga Haaland. Hann á að hafa fengið skilaboð frá mörgum af stærstu liðum heims varðandi kaup á Norðmanninum, þar á meðal frá erkifjendum Real Madrid, Barcelona, en bág fjárhagsstaða Katalóníuliðsins gæti gert þeim erfitt fyrir.

Talið er að bæði Raiola og faðir Haalands séu spenntir fyrir félagaskiptum til Real Madrid, þó þeir séu ekki vissir um að tími sé kominn til þess að Norðmaðurinn ungi færi sig um set. Þeir telja að Borussia Dortmund sé góður staður til að vaxa og dafna sem fótboltamaður, en hann spilaði í Austurríki fyrir einungis einu og hálfu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Í gær

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“