fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Fagnaðarlæti eftir sigur í tölvuleik fóru úr böndunum – „Þetta var brjálað“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Towers, tvítugur maður frá skoska bænum Ayr, sá til þess að Hamilton Academical vann skosku deildina á þriðjudag, það er að segja í tölvuleiknum Football Manager.

Einungis einu stigi munaði á Hamilton og skosku risunum í Celtic, en að sögn Towers var titilbaráttan ansi jöfn.

„Úrslitin réðust á seinasta keppnisdegi þegar Celtic tapaði fyrir Rangers, en þá þurfti ég að sigra Aberdeen, sem tókst með 2-1 sigri. Þetta var brjálað.“ Sagði Jamie Towers við SPORTbible, en fagnaðarlæti hans vöktu gríðarlega athygli.

Hann er mikill aðdáandi leiksins og segist spila hann að meðaltali í fjóra eða fimm tíma á dag. Í kjölfar sögulegs sigurs Hamilton Academical í Football Manager ákvað Jamie að kveikja á rauðu blysi til að fagna áfanganum, og það innan úr íbúðinni sinni.

„Ég ákvað bara að gera það upp á gamnið,“ sagði hann. „Svo fóru nágrannarnir í næsta húsi að kalla og fagna!“  sagði hann.

Jamie Towers birti myndir af fagnaðarlátunum á samfélagsmiðlinum Twitter, sem vöktu mjög mikla athygli. Tíst hans má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær