fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Segir að áfengið hefði að lokum drepið sig – „Ég var að reyna að losa mig við þunglyndi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 09:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki drukkið í tíu ár núna í júní,“ segir Roy Carroll fyrrum markvörður Manchester Untied en hann háði harða baráttu við bakkus.

Carroll var öflugur markvörður sem lék með Manchester United, West Ham og fleiri liðum. Hann missti tök á drykkjunni árið 2006 þegar hann meiddist alvarlega hjá West Ham.

„Það geta allir farið þá leið að drekka of mikið, þetta getur komið fyrir alla sem eru eitthvað þungir andlega.“

Carroll hefur áhyggjur af því að nú þegar útgöngubann hefur verið í Bretlandi að margir hafi byrjað að drekka meira en þeir eru vanir.

„Ég hafði aldrei verið lengi meiddur, þarna fór ég ofan í djúpa holu og var ekki andlega tilbúinn. Það vissi enginn að mér liði illa, ég kom heim og barði hausnum við vegginn. Ég fékk mér síðan í glas og reyndi að gleyma þessu.“

„Ég var að reyna að losa mig við þunglyndi, þú drekkur mikið til að gleyma. Þetta er verra daginn eftir en þá drekkur þú bara aftur. Þetta virkar ekki, ég fór í meðferð af því að konan mín, umboðsmaður og vinir vildu það “

Carroll missti stjórn á drykkjunni þegar hann varð atvinnulaus árið 2011 eftir stopp í Danmörku. „Þegar ég var með lið þá drakk ég ekki kvöldið fyrir leik. Þegar ég var ekki að spila þá voru þetta allir dagar.“

„Ég hafði mikinn frítíma og ég drakk óhóflega, ef ég hefði ekki hætt þá væri ég ekki hérna. Líkami minn hefði ekki getað þetta.“

„Margir knattspyrnumenn lenda í þessu, þeir tala ekki um þetta á meðan ferill þeirra er í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Í gær

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær