fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Fjöldinn allur byrjaður að narta í metið hans Rúnars – Hannes í sögubækurnar í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson mun að öllum líkindum missa metið sitt sem leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands, það gæti gerst á næstu mánuðum. Rúnar lék 104 landsleiki fyrir Íslands en nú narta ansi margir í það met.

Ragnar Sigurðsson hefur spilað 97 landsleiki en hann tók ekki þátt í leiknum gegn Þýskalandi í gær. Ætla má að Ragnar spili næsta leik gegn Armeníu og komist nær meti Rúnars.

Birkir Már Sævarsson tók ekki þátt í leiknum í gær vegna leikbanns, hann hefur spilað 95 landsleiki. Birkir Bjarnason er með 93 leiki en hann lék gegn Þýskalandi í gær.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands er með 92 landsleiki og er líklegur til þess að ná meti Rúnars. Kári Árnason er með 88 leiki.

Hannes Þór Halldórsson fór í sögubækurnar í gær þegar hann lék sinn 75 landsleik, enginn markvörður hefur spilað fleiri landsleiki fyrir Ísland. Áður átti Birkir Kristinsson metið og lék 74 leiki fyrir Ísland.

Leikjahæstir frá upphafi
1. Rúnar Kristinsson 104 leikir
2, Ragnar Sigurðsson 97 leikir

Getty Images

3. Birkir Már Sævarsson 95 leikir
4. Birkir Bjarnason 93 leikir

Getty Images

5. Aron Einar Gunnarsson 92 leikir
6. Hermann Hreiðarsson 89 leikir
7-8. Eiður Smári Guðjohnsen 88 leikir
7-8. Kári Árnason 88 leikir
9. Guðni Bergsson 80 leikir
10-11. Gylfi Þór Sigurðsson 78 leikir
10-11. Ari Freyr Skúlason 78 leikir
12. Jóhann Berg Guðmundsson 77 leikir
13. Hannes Þór Halldórsson 75 leikir

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Í gær

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær