A landslið karla mætir Þýskalandi í Duisburg í kvöld, í fyrsta leik ársins og jafnframt 500. leik íslenska liðsins frá upphafi og af því tilefni munu leikmenn liðsins klæðast sérstökum jökkum undir þjóðsöngnum fyrir leikinn. Þar með hefst undankeppni HM 2022, sem er öll leikin innan ársins 2021.
Þýska liðið er ansi vel mannað og má búast við því að leikurinn verði erfiður fyrir íslenska liðið. Þjóðverjar hafa þó hikstað síðustu ár og gætu óvæntir hlutir gerst.
Þjóðverjar urðu fyrir áfalli í vikunni þegar Toni Kroos datt út úr hópnum vegna meiðsla.
Líklegt byrjunarlið Þjóðverja í kvöld er svona: Neuer; Klostermann, Ginter, Rudiger, Halstenberg; Kimmich, Gundogan, Goretzka; Gnabry, Werner, Sane