fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Sjáðu þegar stjarna Liverpool las yfir fréttamanni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 12:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georginio Wijnaldum leikmaður Liverpool las yfir fréttamanni sem spurði hann út í mannréttindi í Katar í tengslum við rasisma í knattspyrnu.

Wijnaldum er í verkefni með hollenska landsliðinu en undankeppni HM 2022 hefst í dag, lokamótið fer fram í Katar í desember á næsta ári.

Wijnaldum hefur mikið rætt um rasisma í fótboltanum og sagt frá því að hann muni labba af velli ef leikmaður verður fyrir kynþáttaníði innan vallar. Pascal Kamperman blaðamaður hjá ESPN spurði hann hvort hann hefði sömu skoðun á því ef mannréttindi væru ekki virt í Katar.

„Ég hef hugsað um þessa spurningu, skilur þú hvað þú ert að gera,“ sagði Wijnaldum.

„Að bera rasisma saman við sögu í Katar, þú ert í raun að segja að rasismi gegn dökku fólki sé ekki ástæða til þess að standa upp og berjast gegn því.“

„Þú getur ekki borið þetta saman, ég hef hugsað þetta og þetta er furðulegt hjá þér,“ sagði Wijnaldum sem var augljóslega ansi reiður.

„Þú ert að segja að ef það gerist að ég upplifi rasisma innan vallar og gangi af velli, þá eigi ég að gera það á öðrum stað líka. Saga rasismans er allt öðruvísi.“

Reiðilestur Wijnaldum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir