Forráðamenn Real Madrid setja allt kapp á það að krækja í sóknarmann í sumar, Erling Haaland og Kylian Mbappe hafa verið orðaðir við félagið.
Spænskir fjölmiðlar fjalla um málið og segja að Harry Kane framherji Tottenham sé efstur á óskalista félagsins.
SER Deportivos segir ástæðu þess að forráðamenn Real Madrid telja auðveldara að klára kaup á Kane en Mbappe og Haaland.
Kane hefur skorað 27 mörk á þessu tímabili og lagt upp 16. Kane hefur ekki unnið titil á ferli sínum og það gæti heillað að fara til Real Madrid.
Kane er sagður skoða það að fara frá Tottenham í sumar ef hann sér ekki fram á það að vinna titla með félaginu en liðið gæti unnið deildarbikarinn á þessu tímabili.