fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Jóhann Berg og Ragnar ekki klárir í þrjá leiki

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson munu ekki spila alla leiki íslenska landsliðsins í verkefninu sem er að hefjast. Íslenska liðið hefur leik í undankeppni HM á morgun gegn Þýskalandi, síðan taka við leikir gegn Armeníu og Liechtenstein.

Leikirnir eru spilaðir yfir sex daga og leikmenn sem hafa verið í meiðslum líkt og Jóhann Berg ráða ekki við slíkt álag. Ragnar Sigurðsson hefur einnig spilað lítið í Úkraínu og mun ekki spila alla þrjá leikina.

„Það er hárrétt, við erum ekki að fara að nota Jóa í þremur leikjum í þessu glugga. Hann er ekki sá eini, hann er ekki sá eini sem verður ekki notaður í þremur leikjum. Það er mikilvægt fyrir öll landslið í dag að stýra álaginu mjög vel, hvort að hann spili eitthvað á morgun eða ekki. Ég vil ekki gefa það út, ég vona að sjálfsögðu að við getum notað Jóa á morgun,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi í dag.

Ragnar Sigurðsson lék 45 mínútur á dögunum en það voru fyrstu mínúturnar sem Ragnar lék með félagsliði frá því í september á síðasta ári.

„Raggi hefur ekki mikla leikæfingu núna, hann spilaði fyrir tveimur vikum sinn fyrsta leik. Vikuna þar á eftir var leiknum frestað, Raggi er ekki í mikilli leikæfingu. Það er ekki bara leikæfing sem skiptir, liðið og leikmenn hafa svo mikla reynslu í bakpokanum að það eru ekki allir sem þurfa að vera í mikilli leikæfingu og leikformi til að spila. Hvort sem það er einn, tvo eða þrjá. Raggi er einn af þeim sem getur ekki spilað þrjá leiki í þessum glugga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir