fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Greenwood á leið til Íslands – Hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 14:03

Rees Greenwood til hægri Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þær fréttir getum við nú flutt ykkur að enski knattspyrnumaðurinn Rees Greenwood hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍR um að leika með félaginu í 2.deildinni sumarið 2021,“ segir á vef ÍR.

ÍR sem leikur í 2. deild karla hefur náð í leikmann sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni. Rees kemur úr norðausturhluta Englands, var ungur valinn í akademíu Sunderland FC og lék með þeim allt upp í aðallið þar sem hann náði m.a. úrvalsdeildarleik á þeim tíma sem Big Sam Allardyce var við stjórnvölinn. Um var að ræða leik gegn Watford árið 2016 sem endaði 2-2.

Eftir að að hafa verið á mála hjá Sunderland fór hann til Gateshead í neðri deildum Englands og þaðan til Falkirk í Skotlandi. Þaðan lá leiðin aftur í neðri deildir Englands áður en boltinn færði hann til Sameinuðu arabísku furstadæmanna nú í vetur þar sem hann lék með Al-Sahel.

Greenwood er grjótharður skapandi miðjumaður sem náði m.a. þeim árangri að leika með yngri landsliðum Englands. Hann er fæddur í desember 1996 og því á sínu 25. aldursári.

Arnar Hallsson þjálfari ÍR er spenntur að fá Greenwood til ÍR. „Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Rees. Hann hefur ótvíræða hæfileika sem leikmaður og mun styrkja okkar lið mikið. Ennfremur held ég að hann muni hjálpa okkar ungu leikmönnum að þroskast og bæta sig sem leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir